Það eru fimm mismunandi gröf sem SM4 mælarnir senda frá sér og það getur verið flókið að lesa á þau. Hérna verður útskýrt hvernig það á að lesa í hvert graf.
Hitasniðsgraf: Sýnir breytingu á hitastigi á hverjum hitastigsmæli síðustu 24 klst. Þetta graf hentar vel til að lesa í snjódýptina og að átta sig á löguninni á snjónum. Láréttu línurnar sýna breytingina á hitastigi hvers mælis síðustu 24 klst. og ef línan er rauð hefur tiltekinn mælir hitnað, en ef hún er blá hefur til mælirinn kólnað. Ef línan er stutt má áætla að sá hitamælir er grafinn undir snjó.
Hitastigsgraf: Segir til um hitastigið á efsta hitamæli sem er festur við kapalinn
Snjódýpt 1: Sýnir snjódýptina, það er búið að reikna út algórithma sem metur snjódýptina.
Snjódýpt 2: Litakort sem segir snjódýpt.
Snjódýpt 3: Línurit sem er einnig með…
Hér fyrir neðan er hægt að sjá kortið sem gagnasíðan er með, allir SM4 mælarnir eru merktir á kortið og það það er hægt að sjá gögn um snjódýpt og mynd af mælunum ef smellt er á. Það er hægt að breyta um kortategund ásamt því að sjá hallakort, hæðalínur, útlínur eftir snjóflóð og örnefni. Kortið er með litakóða sem er útskýrður hér.
Ef breyting á snjódýpt síðustu 12klst er minni en 20cm verður merkið grænt:
Ef breyting á snjódýpt síðustu 12klst er meiri en 20cm en minni en 50cm verður merkið ljósblátt:
Ef breyting á snjódýpt síðustu 12klst er meiri en 50cm verður merkið dökkblátt: