Snowsense

SM4 SNJÓMÆLAR

SM4 sem snjómælar


SM4 mælarnir voru þróaðir með snjóflóðavöktun í huga og hafa þeir verið notaðir þannig frá upphafi. Með SM4 er hægt að fylgjast með þróun snjódýptar í rauntíma, og einnig gefa mælarnir ýmsar upplýsingar um lagskiptingu snævar. Hitakapallinn er festur við einhvers konar mastur eða stöng sem sett er upp í fjalllendi, nálægt mögulegum upptakasvæðum snjóflóða (mynd af uppsetningu). Grunngögnin er lóðrétt hitasnið í rauntíma, og auðvelt er að greina snjódýpt út frá því að hiti í andrúmslofti flöktir mun meira en hiti í snjó (mynd eða jafnvel hlekkur á myndband). Þróuð hefur verið reikniregla (algóritmi) sem reikna snjódýpt á sjálfvirkan hátt út frá gögnunum. Til viðbótar við snjódýpt í rauntíma má einnig lesa eftirfarandi úr gögnunum:
  • Lofthita, sem eru gagnlegar upplýsingar fyrir snjóflóðavöktun.
  • Hitasnið í snjónum, sem skiptir miklu máli fyrir snjóflóðavöktun:
  • Snjór sem hefur blotnað og frosið á ný er venjulega stöðugur og hann hefur einnig mjög stöðugt hitastig við 0°C. Dæmigerður snjór á Íslandi þegar líður á veturinn, er með misþykku snjólagi neðst sem hefur orðið fyrir áhrifum frosts og þíðu og er mjög stöðugt. Ofaná því er síðan gjarnan lagskiptur snjór sem getur orðið óstöðugur. Auðvelt er að sjá þessa skiptingu út frá gögnum SM4 mælanna.
  • Á sama hátt hægt að fylgjast með því þegar snjór blotnar í hláku, og hversu langt hlákan nýr niður í nýsnævi. Þetta getur skipt máli fyrir hættu á votum snjóflóðum.
  • Þegar hitastigull í snjónum er brattur, þ.e.a.s. hiti breytist mikið með dýpi, þá er hætta á að veik lög myndist. Ef hiti breytist meira en 1°C á hverja 10 cm þá rúnnast snjókristallar ekki og bindast, heldur myndast kantaðir kristallar sem bindast hvor öðrum illa. Þannig geta orðið til veik lög sem flekasnjóflóð geta fallið á. Ein afurðin á snowsense.is eru snjódýptargröf sem sýna hvort hætta sé á að veik lög séu að þróast í snjónum og á hvaða dýpi hætta er á slíku.
Á Íslandi er komin góð reynsla af því að nota SM4 mælana til snjóflóðavöktunar og hefur þeim verið fjölgað jafnt og þétt.
Til vinstri: skýrimynd af SM4 mæli. Til hægri: Nærmind af SM4 mæli

POLS engineering ehf

Urðarvegur 72

400 Ísafjörður

Fylgstu með