POLS Engineering er nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem framleiðir SM4 mæla. Eigandi fyrirtækisins hefur starfað sem snjóathugunarmaður á Ísafirði og vildi hanna mæla sem væru ódýrari, öruggari og einfaldari í uppsetningu en þeir snjódýptarmælar sem höfðu verið í notkun. Niðurstaðan varð SM4 mælarnir hafa eftirfarandi eiginleika:
Þægilegir í uppsetningu. Allir geta sett þá upp án þess að hafa sérstaka tækniþekkingu.
Léttir og auðvelt að ganga með upp í fjall
Virka vel við aðstæður eins og skafrenning eða ísingu þegar margir aðrir snjódýptarmælar lenda í vandræðum
Þurfa stöng eða mastur sem er jafnhá mælinum. Hægt að útfæra á mismunandi hátt.
Til viðbótar við snjódýpt í rauntíma gefa mælarnir upplýsingar um lofthita og hitasnið í snjónum sem eru gagnlegar upplýsingar fyrir mat á snjóflóðahættu.
Hægt er að nýta mælana í ýmislegt annað en snjómælingar t.d. í mælingar á sjóhita og hitasniði í sjó eða hitasnið í jörðu.